Tölfræðin í NBA: Wade stigakóngur 16. apríl 2009 17:45 Dwyane Wade var stórkostlegur með Miami í vetur. Nordic Photos/Getty Images Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt. NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt.
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira