Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2009 22:30 Jóhannes Árnason var léttur eftir sigur á Hamar í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira