Umfjöllun: FH beið afhroð gegn FK Aktobe Ómar Þorgeirsson skrifar 15. júlí 2009 22:01 Matthías Vilhjálmsson með boltann í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér og fundu varla taktinn í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en fyrstu tæpu tíu mínútur seinni hálfleiks voru afdrifaríkar þar sem FH lenti undir og missti Viktor Örn Guðmundsson út af með rautt spjald. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir leikmenn FK Aktobe. Leikurinn fór rólega af stað en FH-ingar virkuðu þó sterkari aðilinn á upphafsmínútunum. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir því eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn komust gestirnir í FK Aktobe betur og betur inn í leikinn og liðin skiptust á að sækja. FH-ingar voru annars mun varari um sig varnarlega en þeir eru vanir úr leikjum sínum í Pepsi-deildinni og lítið var um þá sóknartilburði sem einkennt hafa leik liðsins í sumar, enda mikilvægt að halda markinu hreinu í Evrópuleikjunum. Gestirnir áttu hættulegustu færi fyrri hálfleiks, fyrst þegar Daði Lárusson varði vel fasta aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og síðan þegar miðjumaðurinn Andrei Lavrik slapp inn fyrir vörnina en skot hans fór langt framhjá marki FH. Nokkuð var um harðar tæklingar í fyrri hálfleik og Lavrik mátti teljast heppinn að sleppa aðeins með gult spjald á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann sparkaði greinilega í Matthías Vilhjálmsson, sem lá á vellinum eftir návígi á miðsvæðinu. Staðan var sem sagt markalaus þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar eins og segir vægast sagt skelfilega fyrir FH-inga þar sem framherjinn Murat Tleshev skoraði með skalla eftir sendingu af vinstri kantinum, 0-1 fyrir gestina eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Stuttu síðar dró aftur til tíðinda þegar Viktor Örn Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Lavrik og raun sorglegt að ágætur dómari leiksins, hinn pólski Robert Makek, hafi ekki séð í gegnum augjósan leikaraskap Lavrik. Leikmenn FK Aktobe notuðu hvert tækifæri til þess að grýta sér í völlinn við minnstu snertingar en Makek var þó fyrir utan seinna gula spjaldið á Viktor Örn oftast nær vel með á nótunum hvað það varðaði. Gestirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 57. mínútu skoraði Konstantin Golovskoy annað mark FK Aktobe eftir vel útfærða skyndisókn upp hægri kantinn. Róðurinn því orðinn þungur hjá tíu FH-ingum og hann þyngdist enn frekar á 70. mínútu þegar Marat Khayrullin lék á rangstöðugildru FH-inga, fór svo framhjá Daða og renndi boltanum í autt markið, 0-3 gestunum í vil. Leikmenn FK Aktobe náðu að halda boltanum ágætlega innan liðs síns á lokakaflanum enda einum leikmanni fleiri og FH-ingum gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikmenn FK Aktobe voru hins vegar ekki hættir og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Golovkskoy sitt annað mark í leiknum og fjórða og síðasta mark gestanna. Niðurstaðan var svekkjandi 0-4 tap hjá FH, gegn liði sem það ætti á góðum degi að vinna.Tölfræðin:FH - FK Aktobe 0-4 0-1 Murat Tleshev (48.) 0-2 Konstantin Golovskoy (57.) 0-3 Marat Khayrullin (70.) 0-4 Konstantin Golovskoy (85.). Rautt spjald: Viktor Örn Guðmundsson (53.) Kaplakrikavöllur, áhorfendur ???? Dómari: Robert Makek Skot (á mark): 6-14 (3-6) Varin skot: Daði 2 - Andrei 3 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 18-17 Rangstöður: 2-1FH (4-3-3) Daði Lárusson Pétur Viðarsson Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Viktor Örn Guðmundsson Davíð Þór Viðarsson Matthías Vilhjálmsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (57., Matthías Guðmundsson) Atli Viðar Björnsson (71., Björn Daníel Sverrisson) Alexander Söderlund (57., Tryggvi Guðmundsson) Atli GuðnasonFK Aktobe (4-5-1) Andrei Sidelnikov Anton Chichulin Samat Smakov Yuri Logvinenko Emil Kenzhisariev Ulugbek Asanbayev Andrei Lavrik (82., Alexandr Mitrofoanov) Konstantin Golovskoy Yevgeniy Averchenko (68., Sergey Strukov) Marat Khayrullin (86., Nikita Khokhlov) Murat Tleshev Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Íslandsmeistarar FH gerðu nánast út um vonir sínar um að komast áfram í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 fyrir FK Aktobe frá Kasakstan á Kaplakrikavelli. FH-ingar voru ólíkir sjálfum sér og fundu varla taktinn í leiknum. Staðan var markalaus í hálfleik en fyrstu tæpu tíu mínútur seinni hálfleiks voru afdrifaríkar þar sem FH lenti undir og missti Viktor Örn Guðmundsson út af með rautt spjald. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir leikmenn FK Aktobe. Leikurinn fór rólega af stað en FH-ingar virkuðu þó sterkari aðilinn á upphafsmínútunum. Það reyndist hins vegar skammgóður vermir því eftir því sem líða tók á fyrri hálfleikinn komust gestirnir í FK Aktobe betur og betur inn í leikinn og liðin skiptust á að sækja. FH-ingar voru annars mun varari um sig varnarlega en þeir eru vanir úr leikjum sínum í Pepsi-deildinni og lítið var um þá sóknartilburði sem einkennt hafa leik liðsins í sumar, enda mikilvægt að halda markinu hreinu í Evrópuleikjunum. Gestirnir áttu hættulegustu færi fyrri hálfleiks, fyrst þegar Daði Lárusson varði vel fasta aukaspyrnu á vítateigslínunni eftir að stundarfjórðungur var liðinn af leiknum og síðan þegar miðjumaðurinn Andrei Lavrik slapp inn fyrir vörnina en skot hans fór langt framhjá marki FH. Nokkuð var um harðar tæklingar í fyrri hálfleik og Lavrik mátti teljast heppinn að sleppa aðeins með gult spjald á lokaandartökum hálfleiksins þegar hann sparkaði greinilega í Matthías Vilhjálmsson, sem lá á vellinum eftir návígi á miðsvæðinu. Staðan var sem sagt markalaus þegar hálfleiksflautan gall. Seinni hálfleikur byrjaði hins vegar eins og segir vægast sagt skelfilega fyrir FH-inga þar sem framherjinn Murat Tleshev skoraði með skalla eftir sendingu af vinstri kantinum, 0-1 fyrir gestina eftir þriggja mínútna leik í síðari hálfleik. Stuttu síðar dró aftur til tíðinda þegar Viktor Örn Guðmundsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir meint brot á Lavrik og raun sorglegt að ágætur dómari leiksins, hinn pólski Robert Makek, hafi ekki séð í gegnum augjósan leikaraskap Lavrik. Leikmenn FK Aktobe notuðu hvert tækifæri til þess að grýta sér í völlinn við minnstu snertingar en Makek var þó fyrir utan seinna gula spjaldið á Viktor Örn oftast nær vel með á nótunum hvað það varðaði. Gestirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og á 57. mínútu skoraði Konstantin Golovskoy annað mark FK Aktobe eftir vel útfærða skyndisókn upp hægri kantinn. Róðurinn því orðinn þungur hjá tíu FH-ingum og hann þyngdist enn frekar á 70. mínútu þegar Marat Khayrullin lék á rangstöðugildru FH-inga, fór svo framhjá Daða og renndi boltanum í autt markið, 0-3 gestunum í vil. Leikmenn FK Aktobe náðu að halda boltanum ágætlega innan liðs síns á lokakaflanum enda einum leikmanni fleiri og FH-ingum gekk illa að skapa sér marktækifæri. Leikmenn FK Aktobe voru hins vegar ekki hættir og fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Golovkskoy sitt annað mark í leiknum og fjórða og síðasta mark gestanna. Niðurstaðan var svekkjandi 0-4 tap hjá FH, gegn liði sem það ætti á góðum degi að vinna.Tölfræðin:FH - FK Aktobe 0-4 0-1 Murat Tleshev (48.) 0-2 Konstantin Golovskoy (57.) 0-3 Marat Khayrullin (70.) 0-4 Konstantin Golovskoy (85.). Rautt spjald: Viktor Örn Guðmundsson (53.) Kaplakrikavöllur, áhorfendur ???? Dómari: Robert Makek Skot (á mark): 6-14 (3-6) Varin skot: Daði 2 - Andrei 3 Horn: 5-3 Aukaspyrnur fengnar: 18-17 Rangstöður: 2-1FH (4-3-3) Daði Lárusson Pétur Viðarsson Sverrir Garðarsson Tommy Nielsen Viktor Örn Guðmundsson Davíð Þór Viðarsson Matthías Vilhjálmsson Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (57., Matthías Guðmundsson) Atli Viðar Björnsson (71., Björn Daníel Sverrisson) Alexander Söderlund (57., Tryggvi Guðmundsson) Atli GuðnasonFK Aktobe (4-5-1) Andrei Sidelnikov Anton Chichulin Samat Smakov Yuri Logvinenko Emil Kenzhisariev Ulugbek Asanbayev Andrei Lavrik (82., Alexandr Mitrofoanov) Konstantin Golovskoy Yevgeniy Averchenko (68., Sergey Strukov) Marat Khayrullin (86., Nikita Khokhlov) Murat Tleshev
Íslenski boltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira