Handbolti

Frammari beitti hinu hættulega júgóslavneska bragði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin af atvikinu.
Myndin af atvikinu. Mynd/www. grottusport.is
Ungur Frammari fékk rautt spjald í leik liðsins á móti Gróttu í gær eftir að hafa beitt hinu stórhættulega júgóslavneska bragði þegar Gróttumaðurinn Jón Karl Björnsson fór inn úr horninu. Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari Gróttunnar náði þessu atviki á mynd og má finna myndasyrpu www. grottusport.is

Það var Einar Ólason, þá ljósmyndari Þjóðviljans, sem náði heimsfrægri mynd af þegar Guðmundur Guðmundsson var beittur júgóslavneska bragðinu í landsleik í Höllinni 23. febrúar 1987.

Framarinn Arnar Birkir Hálfdánsson sem beitti bragðinu í gær er fæddur 30. ágúst 1993 eða sex og hálfu ári síðar. Dómarar leiksins voru hinsvegar miklu betur vakandi en þeir í Höllinni fyrir að verða 23 árum og gáfu Arnari rauða spjaldið.

Brotinu er lýst á heimasíðu Gróttumanna og þar með einnig finna ítarlega myndasyrpu af atvikinu. „Það lýsir sér þannig að hann grípur um fót andstæðingsins í loftinu og ýtir undir hann, þannig að leikmaðurinn missir allt jafnvægi og lendir illa. Svona brot geta stórslasað mótherjann og skal gefa viðkomandi umsvifalaust rautt spjald sem og varð raunin," segir á heimasíðu Gróttu en myndasyrpuna má finna hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×