Fjárfestingabankinn Straumur toppaði daginn í Kauphöllinni með gengishækkun upp á 10,46 prósent. Gengi bréfa í bankanum hafa verið á fleygiferð upp á síðkastið og rokið upp um 131 prósent á rétt rúmum mánuði.
Þá hækkaði gengi bréfa Alfesca um 8,57 prósent, Bakkavarar um 4,47 prósent Century Aluminum um 2,7 prósent og Marel Food Systems um 0,78 prósent.
Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Færeyjabanka um 1,35 prósent og Össurar um 0,52 prósent.
Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,69 prósent og endaði í 309 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) hækkaði á sama tíma um 4,36 prósent og endaði í 940 stigum.