Umfjöllun: Enginn meistarabragur á Haukum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2009 19:51 Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka. Mynd/Anton Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Sjá meira
Það er lítil reisn yfir byrjun Íslandsmeistara Hauka á tímabilinu í ár. Liðið marði Stjörnuna í fyrsta leik og skoraði þar aðeins 17 mörk. Í kvöld gerði liðið síðan jafntefli við Akureyri, 24-24. Norðanmenn leiddu lengstum í fyrri hálfleik en Haukar áttu fínan lokakafla í hálfleiknum og komust marki yfir. 13-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur var afar fjörugur þar sem liðin skiptust á að leiða. Akureyri virtist samt vera að taka leikinn í stöðunni 17-19 en þá kom Birkir Ívar aftur í mark Hauka og hann hreinlega varði Hauka inn í leikinn aftur með frábærri markvörslu. Hann varði meðal annars tvö skot í síðustu sókn Akureyrar og sá til þess að Haukar fengu tækifæri til að stela sigrinum. Það gekk ekki eftir því Hafþór varði lokaskotið frá Sigurbergi. Jafntefli þó sanngjörn niðurstaða. Haukarnir eru engan veginn að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið. Þeim er vissulega vorkunn í því að Sigurbergur er enn að komast í form eftir meiðsli en allt of margir leikmenn liðsins eru að valda vonbrigðum. Björgvin hefur byrjað illa og var með skelfilega skotnýtingu í kvöld. Tjörvi Þorgeirsson virkar stressaður og ekki tilbúinn í slaginn með stóru strákunum. Pétur Pálsson spilar vel á línunni en slíkt hið sama verður ekki sagt um Elías Má, Freyr Brynjarsson og fleiri sem ættu að draga Haukavagninn. Birkir hefur verið að verja vel í markinu en sóknarleikur Hauka er afar slakur og liðið verður í basli þar til hann kemst í lag. Akureyringar mega vel una við sitt. Voru án tveggja lykilmanna í vörninni en spiluðu samt fantavörn á köflum. Hafþór varði vel á köflum og Heimir dró vagninn í sókninni er á þurfti að halda. Jónatan nýttist liðinu vel en Árni Þór var alveg skelfilegur og átti enn einn vonbrigðaleikinn. Oddur Grétarsson er gríðarlegt efni sem sýndi flotta takta og Hreinn var fastur fyrir í vörninni. Haukar-Akureyri 24-24 (13-12) Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 7/3 (16/3), Björgvin Hólmgeirsson 5 (14), Pétur Pálsson 5 (5), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (1), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16 (32/3) 50%, Aron Rafn Eðvarðsson 7 (15) 47%.Hraðaupphlaup: 3 (Elías, Heimir, Stefán).Fiskuð víti: 3 (Pétur, Einar, Björgvin).Utan vallar: 6 mín. Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/3), Heimir Örn Árnason 6 (12), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (7), Jónatan Magnússon 2 (5), Heiðar Aðalsteinsson 1 (2), Halldór Logi Árnason 1 (2), Hreinn Hauksson 1 (1).Varin skot: Hafþór Einarsson 13 (32/2) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Árni 2, Oddur 2, Hreinn).Fiskuð víti: 3 (Árni, Jónatan, Halldór).Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Sjá meira