Fyrirtæki í eigu athafnamannsins Kevins Stanford, viðskiptafélaga Baugs og stórs skuldanautar í Kaupþing, er farið í þrot vegna rúmlega 30 milljóna skattaskuldar. Félagið sem um ræðir heitir Brookes Chauffeur Services og keyrði áður kóngana í smásöluverslun í London um borgina.
Stanford átti 80% hlut í Brookes en fátt hefur gengið upp hjá kappanum á undanförnum mánuðum. Hann átti hlut í verslunarkeðjunum Ghost og Mosaic sem báðar eruu gjaldþrota og var einnig fjórði stærsti hluthafinn í Kaupþing. Þá var hann á meðal stærstu hluthafa Baugs en báðir þessir risar eru gjaldþrota.
Til að bæta gráu ofan á svart sætir Stanford rannsókn á Íslandi vegna viðskipta félags í hans eigu Trenvis Ltd og Kaupþing á skuldatryggingum.