Financial Times tekur upp hanskann fyrir Íslendinga 12. ágúst 2009 10:58 Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér. Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Leiðari breska blaðsins Financial Times er í dag helgaður Icesave samningunum og mögulegum afleiðingum þess máls. Þar er hanskinn tekinn upp fyrir Íslendinga og mælt með því að málsaðilar skipti betur með sér þeim byrðum sem af Icesave hafa hlotist. Leiðarahöfundur segir að Bretar og Hollendingar hafi ekki gert ráð fyrir slæmum viðtökum íslenskra kjósenda við samningnum. Málið sitji nú fast í nefndum Alþingis og ekki útlit fyrir að samningurinn fái brautargengi á þeim bænum. Blaðið bendir á að þó að upphæðin sem samið hafi verið um að Íslendingar þurfi að borga sé lítil miðað við flest ríki. Hins vegar jafngildi samningurinn því að hver Íslendingur þurfi að borga sem svarar tíu þúsund pundum þegar litið er til þess hve fámenna þjóð sé um að ræða. Þá segir einnig að sumir hafi líkt Icesave samningunum við Versalasamningana eftir fyrra stríð en leiðarahöfundi finnst nærtækara að líkja málinu við það sem gerðist í Chile á níunda áratugnum þegar ríkið tók á sig gríðarlegar skuldir sem leiddu til stöðnunar í landinu næstu tíu árin á eftir. Sama gæti gerst á Íslandi að mati blaðsins og spyr leiðarahöfundur hvort sú niðurstaða gagnist nokkrum. Þá er einnig bent á að betri samskipti þessara ríkja geti leitt til þess að betur gangi að varpa ljósi á það sem olli bankahruninu. Meiri líkur yrðu á samstarfi sem aftur myndi auka líkurnar á því að sem mest fáist til baka upp í skuldir Landsbankans. Að mati Financial Times bera allir aðilar ákveðna sök í málinu. Íslendingar og íslensk stjórnvöld beri vissulega sök, en Hollendingar og Bretar hefðu átt að fylgjast betur með og átta sig fyrr á því að kostaboðum Landsbankans varð að fylgja örugg trygging innistæðnanna. þess og því ætti að skipta byrðunum sem af þessu "rugli" hjótast jafnar á málsaðila. Það yrði öllum til hagsbóta þegar fram í sækir.Leiðara FT má lesa hér.
Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira