Eldri borgarar hundsaðir Björgvin Guðmundsson skrifar 3. desember 2009 06:00 Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það veldur eldri borgurum og öryrkjum áhyggjum hve stjórnvöld hafa verið neikvæð gagnvart þessum hópum á liðnu ári. Kjör aldraðra og öryrkja voru skert verulega 1. júlí sl. Landssamband eldri borgara og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu kjaraskerðingunni harðlega en stjórnvöld hafa skellt skollaeyrum við þeim mótmælum. Ríkisstjórnin situr löngum á fundum með aðilum vinnumarkaðarins, ASÍ og SA og tekur mark á óskum þessara aðila. En ríkisstjórnin hundsar samtök eldri borgara og samtök öryrkja. Þessir aðilar hafa ekki verkfallsrétt og ríkisstjórnin virðist ekki hafa miklar áhyggjur af þessum hópum. Þó var það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að hún vildi hafa samráð við hagsmunasamtök um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera, t.d. í ríkisfjármálum. Eldri borgarar hafa að undanförnu rætt það í sinn hóp að nauðsynlegt sé að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Þessi mál hafa verið rædd í stærstu félögum eldri borgara, Félagi eldri borgara í Reykjavík og Félagi eldri borgara í Kópavogi. Málið hefur einnig verið rætt í Landssambandi eldri borgara. Aðilar eru sammála um nauðsyn þess að breyta baráttuaðferðum. Kurteislegar ályktanir og mótmæli duga ekki lengur. Ráðherrar stinga þeim ofan í skúffur. Heitstrengingar stjórnmálamanna fyrir kosningar um ný og betri vinnubrögð virðast hafa gleymst. Hefur ríkisstjórnin gleymt búsáhaldabyltingunni? Hefur ríkisstjórnin gleymt því að það átti að hlusta á almenning, fólkið í landinu og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að ræða við verkalýðshreyfingu og atvinnurekendur. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA eru ekki fulltrúar alls fólksins í landinu. Það þarf að hlusta á aldraða og öryrkja og fleiri hagsmunasamtök og ekki bara hlusta. Það þarf að taka tillit til þessara hagsmunasamtaka. Verkafólk hefur nú fengið kauphækkanir tvívegis á þessu ári, 1. júlí og 1. nóvember. Á sama tíma hafa aldraðir og öryrkjar orðið að sæta kjaraskerðingu. Þeir þurftu raunar einnig að þola kjaraskerðingu 1. janúar sl. þegar þorri aldraðra og öryrkja fékk aðeins 9,6% verðlagsuppbót á lífeyri, en verðlagsuppbótin átti að vera 20%. Aðeins þeir, sem voru á „strípuðum bótum" fengu fulla uppbót. Í lögum um almannatryggingar segir, að breyting á lífeyri aldraðra og öryrkja eigi að taka mið af launabreytingum en einnig af verðlagsþróun. Ég tel, að samkvæmt því eigi lífeyrir að hækka í samræmi við hækkanir á kaupgjaldi 1. júlí og 1. nóvember. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra. Það getur ekki talist jafnrétti að skerða kjör aldraðra á sama tíma og launþegar fá kauphækkun. Þetta kallast misrétti. Ekki veit ég hve margir launþegar fengu kauphækkun 1. júlí og 1. nóv. sl. En það hafa verið margir tugir þúsunda, sennilega 40-50 þús. Það þýðir ekki að vísa í það í þessu sambandi, að nokkuð hundruð eldri borgara hafi fengið góða hækkun á lífeyri 1. september 2008. Það er ekki nóg. Stjórnvöld munu komast að raun um til hvaða baráttuaðferða eldri borgarar ætla að grípa. Þeir ætla ekki að sitja aðgerðalausir. Eldri borgarar vilja fá þær kjarabætur, sem þeir eiga rétt á. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi eldri borgara.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun