Stærsta bankagjaldþrot Bandaríkjanna í ár er framundan 27. júlí 2009 10:09 Stærsta bankagjaldþrot í Bandaríkjunum í ár er framundan. Um er að ræða bankann Guaranty Financial Group sem er næststærsta lánastofnunin í Texas. Í frétt um málið á Bloomberg kemur fram að bankanum hefur ekki tekist að afla sér aukins fjár meðal hluthafa sinna og er þar orðin brotlegur við lög um bankastarfsemi, bæði hvað varðar eigið fé og lausafjárstöðu. Bankinn hefur verið í gjörgæslu eftirlitsstofnana um skeið. Guaranty Financial Group hefur ekki sett fram ársfjórðungsuppgjör frá þriðja ársfjórðungi í fyrra en samkvæmt því uppgjöri glímdi bankinn við gríðarlegt tap af íbúðalánum ásamt tapi á skuldabréfum sem eru með tryggingar í fasteignum. Fram kemur á heimasíðu bankans að eignir hans nemi um 16 milljörðum dollara en að orsökin fyrir því að uppgjör hafi ekki verið lögð fram síðan í fyrra sé að bankinn hafi ekki getað lagt mat á andvirði skuldabréfa sinna. Guaranty Financial Group var skráður á markað árið 2007 og var verðmæti hlutar í honum þá 18,5 dollarar. Í dag er hluturinn metinn á 15 sent. Bankinn rekur yfir 150 útibú í Texas og Kaliforníu. Það sem af er árinu hafa hátt í 70 litlir og meðalstórir bankar í Bandaríkjunum orðið gjaldþrota. Flestir í Kaliforníu. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stærsta bankagjaldþrot í Bandaríkjunum í ár er framundan. Um er að ræða bankann Guaranty Financial Group sem er næststærsta lánastofnunin í Texas. Í frétt um málið á Bloomberg kemur fram að bankanum hefur ekki tekist að afla sér aukins fjár meðal hluthafa sinna og er þar orðin brotlegur við lög um bankastarfsemi, bæði hvað varðar eigið fé og lausafjárstöðu. Bankinn hefur verið í gjörgæslu eftirlitsstofnana um skeið. Guaranty Financial Group hefur ekki sett fram ársfjórðungsuppgjör frá þriðja ársfjórðungi í fyrra en samkvæmt því uppgjöri glímdi bankinn við gríðarlegt tap af íbúðalánum ásamt tapi á skuldabréfum sem eru með tryggingar í fasteignum. Fram kemur á heimasíðu bankans að eignir hans nemi um 16 milljörðum dollara en að orsökin fyrir því að uppgjör hafi ekki verið lögð fram síðan í fyrra sé að bankinn hafi ekki getað lagt mat á andvirði skuldabréfa sinna. Guaranty Financial Group var skráður á markað árið 2007 og var verðmæti hlutar í honum þá 18,5 dollarar. Í dag er hluturinn metinn á 15 sent. Bankinn rekur yfir 150 útibú í Texas og Kaliforníu. Það sem af er árinu hafa hátt í 70 litlir og meðalstórir bankar í Bandaríkjunum orðið gjaldþrota. Flestir í Kaliforníu.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira