Pranger bjargaði andliti Austurríkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 13:14 Manfred Pranger í brekkunni í dag. Nordic Photos / Getty Images Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17. Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Manfred Pranger vann í dag gull í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi. Pranger var fyrstur eftir fyrri ferðina og náði að standa af sér þá síðari einnig en fjöldamargir keppenda féllu úr leik í dag - líka þeir íslensku. Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari ferðinni og Stefán Jón Sigurgeirsson í þeirri síðari. Þetta voru ekki nema önnur gullverðlaun Austurríkismanna á mótinu en Sviss, Bandaríkin og Þýskalandi unnu einnig tvö gull. Julien Lizeroux frá Frakklandi varð annar í dag við mikinn fögnuð heimamanna og Michael Janyk frá Kanada þriðji. Janyk náði reyndar aðeins tíunda besta tímanum eftir fyrri ferðina en ekki nema tveir af þeim átta besti eftir fyrri ferðina tókst að klára þá síðari. Skilyrði voru afar erfið í brautinni og mikill munur á tíma þeirra 30 efstu eftir fyrri ferðina. Það var ekki fyrr en að kom að Benjamin Raich frá Austurríki að spenna fór að færast í aukana. Hann var 1,51 sekúndum á eftir Pranger sem var fljótastur í fyrri ferðinni. Raich var fyrir keppni dagsins eini austurríski karlmaðurinn sem hafði fengið verðlaun á mótinu sem eru merkilegar fréttir þar sem Austurríki hefur yfirleitt náð besta árangrinum á stórmótum sem þessum. En Raich féll úr leik. Næsti maður, Manfred Moelgg frá Ítalíu, féll einnig úr leik og hið sama má segja um Bandaríkjamanninn Ted Ligety. Þá voru flestir farnir að trúa því að Janyk gæti náð í verðlaun í keppninni. En gull var það ekki. Heimamaðurinn Julien Lizeroux náði að komast nokkuð klakklaust niður brautina og náði besta tímanum, 51,50 sekúndum og samtals var hann 1,22 sekúndum á undan Janyk. Næstur kom annar heimamaður, Jean-Baptiste Grange, en hann náði ekki heldur að klára, ekki frekar en Svíinn Johan Brolenius sem var ekki nema 0,04 sekúndum á eftir Pranger í fyrri ferðinni. Þá var komið að Pranger. Hann ákvað að taka engar áhættur, nýta forskotið sitt og það virkaði. Hann tapaði vissulega tíma á Lizeroux en náði þó að standa af sér allar hindranir og komast í mark á sigurtímanum, 1:44,17.
Erlendar Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira