Viðskipti erlent

Hlutir í Debenhams falla eftir slæmt uppgjör

Hálfsársuppgjör Debenhams var verra en menn gerðu sér vonir um en það nær til síðustu mánaðarmóta. Sökum þessa féllu hlutir í Debenhams um 12% í morgun, niður í 40,5 pens.

Sala verslunarkeðjunnar minnkaði um 3,6% á tímabilinu og telur Debenhams að verslunarumhverfið á Bretlandseyjum verði afar erfitt í náinni framtíð.

Í umfjöllun breskra fjölmiðla í morgun kemur fram að áform um hlutafjáraukningu hafa verið lögð á hilluna í bili. Skýrist það af því að ekki náðist samkomulag við helstu viðskiptabanka keðjunnar um að grynnka á 900 milljón punda skuldafjalli sem Debenhams glímir við.

Eigendur Debenhams vildu að bankarnir, Lloyds, Royal Bank of Scotland og Barclays, afskrifuðu eitthvað af skuldunum en á móti kæmi nýtt hlutafé inn í keðjuna. Þetta féllust bankarnir ekki á.

Fram kom í kynningu á uppgjörinu að Debenhams ætlar þrátt fyrir allt að fjölga störfum hjá sér um 1.200 fram að árslokum 2010 með því að opna átta nýjar verslanir.

Baugur á tæplega 7% hlut í Debenhams.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×