Handbolti

Ólafur: Við vitum alveg hvað við getum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/Stefán

„Það er ekki annað hægt en að vera glaður eftir svona leik og svona stemningu í Krikanum. Þetta var bara frábært. Við spiluðum ef til vill ekki nógu vel gegn HK í fyrstu umferðinni en áhorfendurnir hjálpuðu okkur að finna taktinn hér í kvöld. Við vitum alveg hvað við getum og þegar vörnin og markvarslan small hjá okkur þá rúlluðum við bara yfir þá," sagði stórskyttan Ólafur Guðmundsson sem skoraði sjö mörk í 33-26 sigri FH gegn Val í N1-deild karla í kvöld.

FH-ingar töpuðu þremur af fjórum viðureignum sínum og gerði eitt jafntefli gegn Valsmönnum á síðasta tímabili en eru nú strax búnir að bæta um betur.

„Við erum ekkert að hugsa um síðasta tímabil og einbeitum okkur bara að nýju tímabili. Það er frábær umgjörð hjá FH og áhorfendur spila líka stórt hlutverk í þessu. Það var vissulega pressa á okkur að vinna leikinn en við höndluðum pressuna vel og í stað þess að bogna og lönduðum frábærum sigri," sagði Ólafur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×