NBA í nótt: Gjörsamlega ótrúleg sigurkarfa Harris - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2009 09:20 Devin Harris fagnar sigri sinna manna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Devin Harris tryggði New Jersey sigur á Philadelphia í NBA-deildinni nótt með hreint ótrúlegri flautukörfu frá eigin vallarhelmingi. Philadelphia var með eins stigs forystu, 96-95, eftir að Andre Iguodala kom Philadelphia yfir þegar aðeins 1,8 sekúndur voru eftir. Harris fékk þá boltann og var með Iguodala í sér. Hann missti meira að segja boltann úr höndunum en náði að endurheimta hann og koma boltanum frá sér áður en leiktíminn rann út. Þetta var afar tæpt. Dómarar skoðuðu upptökur af atvikinu í tvær og hálfa mínútu áður en þeir úrskurðuðu að karfan skyldi standa. Leikmenn stóðu yfir þeim á meðan og fylgdust með - en ekki Harris. „Ég vildi ekki sjá endursýningarnar," sagði Harris eftir leik. „Ég beið bara eftir viðbrögðunum." Sigurkörfuna má sjá hér en þetta var ótrúlegt skot af rúmlega fjórtán metra færi. Harris breyttist með skotinu úr skúrki í hetju á augabragði. Hann gerði sig sekan um slæm mistök á lokamínútunni er hann tapaði bæði boltanum og braut svo á Iguodala sem fór á vítalínuna og kom Philadelphia yfir á lokasekúndunum. Þetta var kærkominn sigur hjá New Jersey sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Harris var stigahæstur með 39 stig en Keyon Dooling kom næstur með sextán og Vince Carter var með tíu. Hjá Philadelphia var Iguodala stigahæstur með 21 stig. Andre Miller kom næstur með sautján stig og tíu stoðsendingar. New York vann Indiana, 123-119. Nate Robinson skoraði 41 stig, þar af 32 í síðari hálfleik. Flestir sterkustu leikmenn Indiana voru fjarverandi vegna meiðsla. Boston vann Denver, 114-76. Þetta var eitt stærsta tap Denver á heimavelli frá upphafi en Ray Allen og Paul Pierce skoruðu hvor 22 stig. Utah vann Atlanta, 108-89. Deron Williams var með fimmtán stig og tíu stoðsendingar. Carlos Boozer lék í fyrsta sinn með Utah eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. New Orleans vann Sacramento, 112-105. Chris Paul var með 27 stig og þrettán stoðsendingar fyrir New Orleans. LA Clippers vann Golden State, 118-105. Zach Randolph var með 27 stig og ellefu fráköst. Eric Gordon var einnig með 27 stig en Clippers batt þar með enda á þriggja leikja taphrinu með sigrinum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira