Vogunarsjóður græddi 46 milljarða kr. á að skortselja RBS 27. janúar 2009 08:38 Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóðurinn Paulson & Co, einn sá stærsti í heiminum, græddi 270 milljón pund eða um 46 milljarða kr. á því að skortselja hluti í Royal Bank of Scotland (RBS). Í frétt um málið í Financial Times segir að vogunarsjóðurinn hafi veðjað á að bréf í RBS myndu lækka síðustu fjóra mánuði og á föstudag kom sjóðurinn sér út úr skortstöðum sínum með fyrrgreindum hagnaði. Með skortstöðu er átt við að hlutabréf eru fengin að láni í einhvern tíma en seld um leið. Viðkomandi veðjar svo á að verð þeirra hafi lækkað þegar hann á að skila þeim til baka. Þessi skortsala er líkleg til að vekja upp að nýju raddir um að banna eigi skortsölu með öllu. Tímabundið bann við sölunni var í Bretlandi fyrr í vetur. Paulson & Co er í eigu milljarðamæringsins John Paulson og er með höfuðstöðvar í New York. Paulson vildi ekki tjá sig um málið er Financial Times leitaði til hans. Fram kemur í fréttinni að Paulson & Co hafi einnig grætt myndarlega á að skortselja Barclays og Lloyds TSB.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira