Efnt til illdeilna Kristinn H. Gunnarsson skrifar 8. júlí 2009 03:00 Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Í mánudagsblaðinu skrifar Steinunn Stefánsdóttir skoðun blaðsins með þeim einarða ásetningi að efna til illdeilna við fólk á landsbyggðinni. Hún ber þær sakir á samgönguráðherra undanfarinna áratuga að þeir hafi stjórnast af kjördæmapoti við ákvörðun verkefna í vegagerð og að þeir beri ábyrgð á banaslysum á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hún leggst gegn verkefnum á landsbyggðinni „þar til framkvæmdum við allra fjölförnustu hluta þjóðvegar eitt er lokið". Málflutningurinn er ósannur, höfuðborgarsvæðið hefur stækkað og eflst vegna þess að samgöngurnar þar hafa verið góðar og mætt kröfum íbúanna og atvinnufyrirtækja. Málflutningurinn er ósæmilegur vegna þess að beinlínis er sagt að bregðast eigi við dauðsföllum eða slysum sem verða á höfuðborgarsvæðinu en ekki annars staðar, fyrr en seinna. Málflutningurinn er óheiðarlegur vegna þess að hann vegur að æru heiðarlegra manna sem verið hafa samgönguráðherrar. Málflutningurinn er óvandaður vegna þess að hann tekur ekki mið af fyrirliggjandi staðreyndum um umferðaröryggismál. Í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar um arðsemi og ávinning af vegaframkvæmdum segir að banaslys séu blessunarlega svo fátíð að staðsetning þeirra sé tilviljunarkennd. Önnur skýrsla frá 2005 um umferðarslys erlendra ferðamanna 2000-2004 dregur fram að öll 7 banaslysin á tímabilinu urðu á landsbyggðinni og að auki 63% af slysunum. Til er skýrsla frá maí 2007 um tillögur að úrbótum á umhverfi vega. Þar segir að brýnasta atriðið sé að hreinsa öryggissvæði við vegi í dreifbýli og hafa viðunandi halla á fláanum. Enn má nefna að fram kemur í gögnum Vegagerðarinnar að 57% af umferð á þjóðvegum landsins árið 2007 hafi verið í dreifbýli. Fleira þarf að gera til þess að draga úr slysum en bæta vegi og fleira ræður arðsemismati á framkvæmd en slysatíðnin ein. Fréttablaðið ætti ekki að skrifa fleiri leiðara af þessu tagi. Frekar á að skrifa þjóðina saman en í sundur. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar