Corriere dello Sport greinir frá því í dag að Ítalíumeistarar Inter ætli sér að reyna að lokka Steven Gerrard frá Liverpool yfir til Ítalíu næsta sumar.
Samkvæmt blaðinu þá gætu erfiðleikar Liverpool í vetur leitt til mikils tekjutaps sem gæti endað með því að félagið neyðist til að selja sína dýrustu leikmenn.
Vitað er að Jose Mourinho, þjálfari Inter, hefði ekkert á móti því að fá Gerrard í sitt lið en hvort hann verður síðan áfram hjá Inter er allt annað mál.
Inter leggur mesta áherslu á að styrkja miðjuna næsta sumar og þar er Gerrard efstur á blaði.