Íslenski boltinn

Stelpurnar unnu Rúmeníu 5-0 og eru komnar í milliriðil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt mark í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eitt mark í dag.

Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í lokaleiknum sínum. Íslenska liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin komust áfram í næstu umferð. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í dag.

Kristín Erna Sigurlásdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu fyrstu þrjú mörkin en þær eru báðar ættaðar úr Vestmannaeyjum. Kristín Erna skoraði fyrsta markið á 20. mínútu, Berglind kom Íslandi í 2-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks og Kristín skoraði síðan þriðja markið á 59. mínútu áður. Þórsarinn Arna Sif Ásgrímsdóttir innsiglaði síðan sigurinn með tveimur mörkum í uppbótartíma.

Sviss vann 4-1 sigur á Portúgal í hinum leik riðilsins og tryggði sér með því sigur í riðlinum en eins naumlega og hægt var. Liðin voru jöfn að stigum en Sviss var með einu marki betri markatölu en íslenska liðið. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í innbyrðisleik sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×