Unnið að endurfjármögnun á D´Angleterre 22. maí 2009 09:24 Nordic Partners, eigandi D´Angleterre og fleiri staða í Kaupmannahöfn, vinnur nú að endurfjármögnun á hótelinu. Jafnframt hefur veitingastaðanum Le Coq Rouge á Kong Frederik hótelinu verið lokað vegna tapreksturs. Fjallað er um málið á business.dk en þar segir að í miðju fárvirðinu sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins á Íslandi hafi Nordic Partners tapað stofnenda sínum og stjórnarformanni, Gísla Reynissyni sem lést skyndilega aðeins 43 ára að aldri. Þeir þrír eigendur Nordic Partners sem eftir standa reyna að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir þetta mikla áfall. Eignirnar eru, fyrir utan D´Angleterre og Kong Frederik , hótel Front og veitingahúsið Copenhagen Corner. Rætt er við Jón Þór Hjaltason einn af eigendum Nordic Partners sem segir að engin breyting hafi orðið á rekstrinum eftir fráfall Gísla Reynissonar. Hann segir að nú sé unnið að endurfjármögnun á kaupum þeirra á fyrrgreindum eignum og séu viðræður í gangi um málið við alþjóðlega banka. Íslensku bankarnir hafi ekki krafta til að standa lengur í slíku. Nordic Partners keypti dönsku eigurnar á yfirverði árið 2007 eða á rúmlega milljarð danskra kr. Kaupin voru fjármögnuð af Landsbankanum. Á sama tíma voru fjárfestarnir í stórum kaupum í Tékklandi á matvælafyrirtækinu Hamé. Jón Þór segir að þeim hafi tekist að endurfjármagna kaupin á Hamé með samningum við þarlenda banka. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nordic Partners, eigandi D´Angleterre og fleiri staða í Kaupmannahöfn, vinnur nú að endurfjármögnun á hótelinu. Jafnframt hefur veitingastaðanum Le Coq Rouge á Kong Frederik hótelinu verið lokað vegna tapreksturs. Fjallað er um málið á business.dk en þar segir að í miðju fárvirðinu sem skapaðist í kjölfar bankahrunsins á Íslandi hafi Nordic Partners tapað stofnenda sínum og stjórnarformanni, Gísla Reynissyni sem lést skyndilega aðeins 43 ára að aldri. Þeir þrír eigendur Nordic Partners sem eftir standa reyna að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir þetta mikla áfall. Eignirnar eru, fyrir utan D´Angleterre og Kong Frederik , hótel Front og veitingahúsið Copenhagen Corner. Rætt er við Jón Þór Hjaltason einn af eigendum Nordic Partners sem segir að engin breyting hafi orðið á rekstrinum eftir fráfall Gísla Reynissonar. Hann segir að nú sé unnið að endurfjármögnun á kaupum þeirra á fyrrgreindum eignum og séu viðræður í gangi um málið við alþjóðlega banka. Íslensku bankarnir hafi ekki krafta til að standa lengur í slíku. Nordic Partners keypti dönsku eigurnar á yfirverði árið 2007 eða á rúmlega milljarð danskra kr. Kaupin voru fjármögnuð af Landsbankanum. Á sama tíma voru fjárfestarnir í stórum kaupum í Tékklandi á matvælafyrirtækinu Hamé. Jón Þór segir að þeim hafi tekist að endurfjármagna kaupin á Hamé með samningum við þarlenda banka.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira