Það sem sameinar Ögmundur Jónasson skrifar 26. júní 2009 06:00 Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Við Þorsteinn Pálsson, fyrrum ritstjóri, höfum skipst á skoðunum í Fréttablaðinu um það hvort skoðanamunur í ríkisstjórn sé veikleikamerki eða hvort hann vitni um gott pólitískt heilsufar. Tilefnið er gagnrýni mín á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þá stefnu sem hann vill að ríkisstjórnin fylgi. Þorsteinn gefur sér í svari sínu til mín að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahags- og ríkisfjármálum sé einvörðungu reist á áherslum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Vissulega setur AGS ríkisstjórninni strangar skorður en þar með er ekki sagt að við séum honum undirseld í einu og öllu. Í kosningabaráttunni og í aðdraganda þess að ríkisstjórnin varð til gekk hvorki ég né aðrir sem sæti eiga í ríkisstjórninni AGS á hönd. Á táknrænan hátt héldu formenn ríkisstjórnarflokkanna fundi sína í Norræna húsinu, þeir halda fréttamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu og stjórnarflokkarnir héldu sameiginlegan þingflokksfund í Þjóðminjasafninu. Skilaboðin eru: Þetta er ríkisstjórn sem vill vera þjóðleg norræn velferðarstjórn. Ef stjórnarflokkarnir hefðu viljað senda frá sér boð um annað hefðu þeir sett fundi sína niður við Sæbraut, eða Borgartún. Þeir sem þekkja til norræna velferðarsamfélagsins annars vegar og stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hins vegar vita að þegar þetta tvennt á að fara saman verður úr togstreita. Það er staðreynd að ekki er meirihluti fyrir því að vísa AGS frá þegar í stað. Við þær aðstæður lít ég á það sem mitt hlutverk og ríkisstjórnarinnar að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda uppi merki velferðarsamfélagsins. Þetta er sá „pólitíski veruleiki," svo notað sé orðfæri Þorsteins Pálssonar, sem ég vil horfast í augu við. Það er hann sem sameinar ríkisstjórnina og gerir hana frábrugðna frjálshyggjustjórn. Mismunandi áherslur um hve langt skuli gengið í tilteknum málum veikja ekki ríkisstjórn heldur styrkja eins og jafnan gerist þegar opinská og heiðarleg umræða fer fram. Þá verður lýðræðið lifandi. Eða telur Þorsteinn Pálsson að ráðherrar eigi að skipta sjálfkrafa um skoðun af því að þeir verða ráðherrar? Röksemdir eiga að fá okkur til að skipta um skoðun, ekki félagsleg staða. Opin lýðræðisleg umræða, skoðanaskipti, sem byggjast á upplýsingum, ekki hagsmunum, á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, á kjarasamningsgerð og Icesave-samningsdrögunum gera íslensk stjórnmál og íslenskt þjóðfélag sterkara og betra og eru eina leiðin sem okkur er fær upp úr því kviksyndi frjálshyggjunnar sem við lentum í. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun