Georg segir að ekkert formlegt söluferli sé í gangi hvað varðar West Ham. „Við höfum fengið Rothschild bankann til að annast hugsanlega sölu á liðinu og vísum áhugasömum kaupendum þangað," segir Georg. „Það hefur ekkert formlegt tilboð borist í liðið frá Sullivan eða öðrum."
Eins og fram kom hér á síðunni í morgun hafði The Sun eftir heimildarmanni að Sullivan vildi fá helming West Ham að gjöf en á móti kæmi hann með 40 milljónir punda inn í West Ham til að rétta af fjárhagsstöðu þess.