Að ýlfra eins og sjakali Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. apríl 2009 06:00 Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur. Sem betur fer hefur blóði ekki verið úthellt á Íslandi, ekki bókstaflega að minnsta kosti. En að fylgjast með pólitískri umræðu á Íslandi árið 2009 er á stundum engu líkara en að lesa bókina Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, sem lýsir hryllingi fyrri heimsstyrjaldar, þegar blóði heillar kynslóðar var úthellt í tilgangslausum orrustum án þess að vígstaðan breyttist. „Ferskt blóð á vígvöllinn," var til dæmis slagorð tveggja ungra frambjóðenda í prófkjöri eins flokkanna. Þetta lýsir dálítið nöturlegri sýn á stjórnmálaþátttöku; að bjóða sig fram sem pólitískt byssufóður í þráteflinu á þingi. Það hefur verið auðvelt að rýna í umræðurnar á þingi undanfarna daga með þessum gleraugum; þar sem karpið breytist í skotgrafahernað, ræðupúltið er vélbyssuhreiður þar sem hægt er að láta flokkslínuna dynja á andstæðingum þínum og vonast til að smám saman mjakist maður áfram. En þegar ég fylgdist með umræðum á Alþingi um lagafrumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndargerðarmanna, og sá alþingismann bresta fyrirvaralaust í söng í pontu, varð mér hugsað til annarrar bókar sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Ég veit sannarlega ekki af hverju vitfirringarnir eru reiðir yfir að vera þar," sagði góði dátinn Svejk eftir að honum var fleygt út af geðveikrahælinu. „Maður fær að skríða allsber um gólfið, ýlfra eins og sjakali og bíta hvern sem maður vill. Ef maður leyfði sér annað eins úti á götu yrði fólk standandi hissa og hrópaði á lögregluna, þarna þykir þetta sjálfsagt. Það er allt svo frjálslegt þar, að engan lýðræðissinna hefir nokkru sinni dreymt annað eins frelsi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun
Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur. Sem betur fer hefur blóði ekki verið úthellt á Íslandi, ekki bókstaflega að minnsta kosti. En að fylgjast með pólitískri umræðu á Íslandi árið 2009 er á stundum engu líkara en að lesa bókina Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, sem lýsir hryllingi fyrri heimsstyrjaldar, þegar blóði heillar kynslóðar var úthellt í tilgangslausum orrustum án þess að vígstaðan breyttist. „Ferskt blóð á vígvöllinn," var til dæmis slagorð tveggja ungra frambjóðenda í prófkjöri eins flokkanna. Þetta lýsir dálítið nöturlegri sýn á stjórnmálaþátttöku; að bjóða sig fram sem pólitískt byssufóður í þráteflinu á þingi. Það hefur verið auðvelt að rýna í umræðurnar á þingi undanfarna daga með þessum gleraugum; þar sem karpið breytist í skotgrafahernað, ræðupúltið er vélbyssuhreiður þar sem hægt er að láta flokkslínuna dynja á andstæðingum þínum og vonast til að smám saman mjakist maður áfram. En þegar ég fylgdist með umræðum á Alþingi um lagafrumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndargerðarmanna, og sá alþingismann bresta fyrirvaralaust í söng í pontu, varð mér hugsað til annarrar bókar sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Ég veit sannarlega ekki af hverju vitfirringarnir eru reiðir yfir að vera þar," sagði góði dátinn Svejk eftir að honum var fleygt út af geðveikrahælinu. „Maður fær að skríða allsber um gólfið, ýlfra eins og sjakali og bíta hvern sem maður vill. Ef maður leyfði sér annað eins úti á götu yrði fólk standandi hissa og hrópaði á lögregluna, þarna þykir þetta sjálfsagt. Það er allt svo frjálslegt þar, að engan lýðræðissinna hefir nokkru sinni dreymt annað eins frelsi."
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun