Að ýlfra eins og sjakali Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. apríl 2009 06:00 Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur. Sem betur fer hefur blóði ekki verið úthellt á Íslandi, ekki bókstaflega að minnsta kosti. En að fylgjast með pólitískri umræðu á Íslandi árið 2009 er á stundum engu líkara en að lesa bókina Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, sem lýsir hryllingi fyrri heimsstyrjaldar, þegar blóði heillar kynslóðar var úthellt í tilgangslausum orrustum án þess að vígstaðan breyttist. „Ferskt blóð á vígvöllinn," var til dæmis slagorð tveggja ungra frambjóðenda í prófkjöri eins flokkanna. Þetta lýsir dálítið nöturlegri sýn á stjórnmálaþátttöku; að bjóða sig fram sem pólitískt byssufóður í þráteflinu á þingi. Það hefur verið auðvelt að rýna í umræðurnar á þingi undanfarna daga með þessum gleraugum; þar sem karpið breytist í skotgrafahernað, ræðupúltið er vélbyssuhreiður þar sem hægt er að láta flokkslínuna dynja á andstæðingum þínum og vonast til að smám saman mjakist maður áfram. En þegar ég fylgdist með umræðum á Alþingi um lagafrumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndargerðarmanna, og sá alþingismann bresta fyrirvaralaust í söng í pontu, varð mér hugsað til annarrar bókar sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Ég veit sannarlega ekki af hverju vitfirringarnir eru reiðir yfir að vera þar," sagði góði dátinn Svejk eftir að honum var fleygt út af geðveikrahælinu. „Maður fær að skríða allsber um gólfið, ýlfra eins og sjakali og bíta hvern sem maður vill. Ef maður leyfði sér annað eins úti á götu yrði fólk standandi hissa og hrópaði á lögregluna, þarna þykir þetta sjálfsagt. Það er allt svo frjálslegt þar, að engan lýðræðissinna hefir nokkru sinni dreymt annað eins frelsi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun
Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur. Sem betur fer hefur blóði ekki verið úthellt á Íslandi, ekki bókstaflega að minnsta kosti. En að fylgjast með pólitískri umræðu á Íslandi árið 2009 er á stundum engu líkara en að lesa bókina Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum, sem lýsir hryllingi fyrri heimsstyrjaldar, þegar blóði heillar kynslóðar var úthellt í tilgangslausum orrustum án þess að vígstaðan breyttist. „Ferskt blóð á vígvöllinn," var til dæmis slagorð tveggja ungra frambjóðenda í prófkjöri eins flokkanna. Þetta lýsir dálítið nöturlegri sýn á stjórnmálaþátttöku; að bjóða sig fram sem pólitískt byssufóður í þráteflinu á þingi. Það hefur verið auðvelt að rýna í umræðurnar á þingi undanfarna daga með þessum gleraugum; þar sem karpið breytist í skotgrafahernað, ræðupúltið er vélbyssuhreiður þar sem hægt er að láta flokkslínuna dynja á andstæðingum þínum og vonast til að smám saman mjakist maður áfram. En þegar ég fylgdist með umræðum á Alþingi um lagafrumvarp um endurgreiðslur til kvikmyndargerðarmanna, og sá alþingismann bresta fyrirvaralaust í söng í pontu, varð mér hugsað til annarrar bókar sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Ég veit sannarlega ekki af hverju vitfirringarnir eru reiðir yfir að vera þar," sagði góði dátinn Svejk eftir að honum var fleygt út af geðveikrahælinu. „Maður fær að skríða allsber um gólfið, ýlfra eins og sjakali og bíta hvern sem maður vill. Ef maður leyfði sér annað eins úti á götu yrði fólk standandi hissa og hrópaði á lögregluna, þarna þykir þetta sjálfsagt. Það er allt svo frjálslegt þar, að engan lýðræðissinna hefir nokkru sinni dreymt annað eins frelsi."
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun