Litli-Straumur rís úr rústum Straums Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 3. júní 2009 00:01 Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins. Markaðir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins.
Markaðir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira