Litli-Straumur rís úr rústum Straums Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 3. júní 2009 00:01 Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins. Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Vilji er fyrir því hjá meirihluta kröfuhafa Straums og innan stjórnar fjárfestingarbankans að færa hlutafé núverandi hluthafa niður í ekki neitt og munu kröfuhafar taka bankann yfir. Af þessu gæti orðið síðsumars. Meirihluti kröfuhafa Straums eru erlendir auk íslenskra lífeyrissjóða. Kröfuhafafundur Straums verður haldinn á föstudag og þar verða kynntar áætlanir stjórnar bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að stefnt sé að því að endurvekja fjárfestingabankastarfsemi Straums, sem muni takmarkast við ráðgjöf og miðlun. Þá verður eignastýringasviðið endurvakið í breyttri mynd. Það mun bæði höndla með þær eignir sem liggja í þrotabúi hans og þær eignir sem hann hefur tekið til sín með veðkalli og með öðrum hætti. Horft mun vera til þess að með þessum hætti takist að hámarka virði eigna Straums. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, vildi ekkert láta hafa eftir sér þegar eftir því var leitað í gær. Skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins greip inn í rekstur Straums í byrjun mars eftir að bankinn tilkynnti að vegna mikils útstreymis af innlánsreikningum gæti hann ekki staðið við skuldbindingar sínar. Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi stjórnarformaður Straums, og faðir hans Björgólfur Guðmundsson, eru enn skráðir fyrir rúmum 34 prósenta hlut í Straumi í gegnum Samson Global Holdings. Straumur er talsvert minni í sniðum nú en áður en skilanefnd greip inn í reksturinn. Starfsemi hans erlendis hefur að mestu verið seld og hafa hlutabréf bankans verið tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni. Þá hefur meirihluta starfsfólks verið sagt upp. Líkt og fram kom í tilkynningu bankans í gær er vinnu við uppgjör bankans á síðasta ári enn ólokið og mun hann því ekki birta ársreikning sinn. Straumur er tólfta fyrirtækið sem er með skráð skuldabréf í Kauphöllinni sem frestað hefur birtingu ársuppgjörsins.
Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira