Eyjólfur: Gætum stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2009 14:27 Eyjólfur Sverrsson, þjálfari 21 árs landsliðsins. Mynd/E.Stefán Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan að hann tók aftur við íslenska 21 árs landsliðinu. Framundan er æfingaleikur á móti Dönum í Álaborg 5. júní næstkomandi. Eyjólfur valdi fjóra nýliða í liðið þar á meðal markahæsta leikmenn Pepsi-deildarinnar, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki. „Við erum að fara spila á móti Dönum sem er kærkominn undirbúningur fyrir okkar keppni. Sú undankeppni verður gríðarlega erfið því við erum með Tékkum og Þjóðverjum í riðli sem eru gríðarlega öflug lið," sagði Eyjólfur og bætir við: „Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkar leikmenn að geta miðað sig við toppleikmenn sem þeir að sjálfsögðu eru líka," sagði Eyjólfur. Fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2011 er á heimavelli á móti Tékkum og fer leikurinn fram á KR-vellinum 12. ágúst næstkomandi. Eyjólfur velur fjóra leikmenn að þessu sinni sem hafa ekki áður spila með 21 árs landsliðinu. Það eru þeir: Óskar Pétursson, markvörður úr Grindavík, Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður úr FH, Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður úr Liverpool og Alfreð Finnbogason, sóknarmaður úr Breiðabliki. „Það eru fjórir nýliðar í þessu 21 árs liði og einn leikmaður sem hefur aldrei spilað landsleik en það er Alfreð Finnbogason sem er að springa út núna og að spila virkilega vel," sagði Eyjólfur. „Þetta er virkilega áhugavert verkefni og kærkomið að fá að spila á móti Dönum sem eru með gríðarlega öflugt lið," segir Eyjólfur en 21 árs lið þjóðanna mættust á KR-vellinum 20. ágúst í fyrra þar sem Danir unnu sannfærandi 2-0 sigur. „Ég sá leikinn á KR-velli á síðasta ári og hann var mjög erfiður fyrir íslenska landsliðið. Við vorum reyndar ekki með okkar sterkasta lið þá þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum leik og ætlum að standa okkur," sagði Eyjólfur. Eyjólfur tók það fram á fundinum að það væri mun fleiri leikmenn inn í myndinni hjá honum en þeir átján sem hann valdi fyrir þennan leik á móti Dönum. „Það er mjög áhugavert að það eru margir inn í myndinni fyrir 21 árs liðið. Það er mikið af ungum og efnilegum strákum að spila í efstu deild í dag og víðar. Við getum í rauninni stillt upp tveimur til þremur frábærum liðum. Það eru margir leikmenn sem við erum að skoða," sagði Eyjólfur en aðstoðarmaður hans er Tómas Ingi Tómasson. Fyrsti landsliðshópur Eyjólfs: Markmenn Þórður Ingason, Fjölni (4 leikir) Óskar Pétursson, Grindavík (Nýliði) Varnarmenn Hólmar Örn Eyjólfsson, West Ham (7) Hjörtur Logi Valgarðsson, FH (2) Skúli Jón Friðgeirsson, KR (2) Andrés Már Jóhannesson, Fylki (1) Finnur Orri Margeirsson, Breiðabliki (1) Guðmundur Reynir Gunnarsson, GAIS (1) Miðjumenn Birkir Bjarnason, Viking (13) Bjarni Þór Viðarsson, Twente (12) Gylfi Þór Sigurðsson, Reading [á láni hjá Crewe] (6) Jóhann Berg Guðmundsson, AZ Alkmaar (2) Guðmundur Kristjánsson, Breiðabliki (1) Björn Daníel Sverrisson, FH (nýliði) Guðlaugur Victor Pálsson. Liverpool (Nýliði) Sóknarmenn Rúrik Gíslason, Viborg (11) Björn Bergmann Sigurðarsson, Lilleström (1) Alfreð Finnbogason, Breiðabliki
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira