Fangar á Litla-Hrauni kjósa til Alþingis í dag Breki Logason skrifar 22. apríl 2009 12:00 Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær. Kosningar 2009 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær.
Kosningar 2009 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira