Fangar á Litla-Hrauni kjósa til Alþingis í dag Breki Logason skrifar 22. apríl 2009 12:00 Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær. Kosningar 2009 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Töluverður áhugi er meðal fanga á komandi kosningum en þeir munu kjósa utan kjörfundar í dag. Fulltrúi sýslumanns á Selfossi kemur í fangelsið og þeir sem vilja geta tekið þátt. Um 90 fangar eru á Litla-Hrauni nú en af þeim eru einhverjir útlendingar sem ekki hafa kosningarétt. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur rætt við kjósendur á Litla Hrauni í aðdraganda kosninganna. Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri segir að fulltrúi frá kosningaeftirliti ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) hafa óskað eftir því að vera viðstaddur kosninguna sem fer fram í dag. Hún segir að töluverður áhugi sé meðal fanga og í sama streng tekur Jón Sigurðsson deildarstjóri á Litla-Hrauni. „Miðað við áhugann sem við höfum fundið fyrir hér, þá munu langflestir taka þátt í kosningunum," segir Jón en fangar hafa ekki alltaf mátt kjósa utankjörfundar. Áður fyrr þurfti að keyra þá á Selfossi en fyrir skömmu var bætt við einu orði í kosningalögin sem heimilaði föngum að kjósa utan kjörfundar. Fulltrúi sýslumanns mætir með atkvæðaseðla í fangelsið í dag en það er síðan undir föngunum sjálfum komið að skila þeim í rétt kjördæmi en í einu herbergi hefur verið útbúinn nokkurskonar kjörklefi. „Menn vilja nýta kosningaréttinn og taka þannig þátt í samfélaginu," segir Jón. Aðspurður hvort flokkarnir hafi verið duglegir að mæta í fangelsið og ræða við kjósendur segir Jón svo ekki vera. „Það voru reyndar einhverjir framsóknarmenn að labba hérna um í gær." Margrét Frímannsdóttir fangelsismálastjóri sat áður á þingi fyrir Samfylkinguna en Jón segir hana ekki hafa verið á atkvæðaveiðum innan fangelsins. „Margrét er það stórkostleg að hún veit alveg hvað hún á að syngja og hvað ekki," segir Jón og hlær.
Kosningar 2009 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira