Viðskipti erlent

Séreignasparnaðurinn bjargaði danska ferðaskrifstofugeiranum

Séreignasparnaðurinn sem Danir fengu greiddan út í ár, líkt og Íslendingar, hefur bjargað ferðaskrifstofugeiranum í Danmörku frá hruni. Er nú svo komið að færri komast í sólarlandaferð í sumar en vildu.

Stig Ellingsölustjóri Star Tours er ekki í vafa um þetta í samtali við börsen.dk þegar hann er spurður um hin óvæntu eftirspurn eftir sólarlandaferðum í Danmörku í sumar.

"Það er enginn vafi á því að ferðaskrifstofugeiranum var bjargað á síðustu sundu af séreignasparnaðinum," segir Elling. "Þetta sumar endar næstum eins vel og sumarið í fyrra og á því áttum við alls ekki von."

Um 260.000 Danir hafa farið í frí til útlanda í ár og er það nálægt metinu sem sett var síðasta sumar. Vinsælustu áfangastaðir eru í Tyrklandi, Grikklandi og á Spáni. Og ferðalöngunin heldur áfram fram á haustið.

Hinsvegar gerðu ferðaskrifstofur Danmerkur ráð fyrir miklum samdrætti í ár sökum fjármálakreppunnar og drógu mikið úr framboði sínu. Það hefur komið í kollinn á þeim nú því allar ferðir eru uppseldar og slegist um þau pláss sem losna.

"Framtíðin í geiranum er mun bjartari en við gerðum ráð fyrir," segir Elling. "Hvað okkur varðar getum við nú blásið af kreppuna."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×