Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð 22. júní 2009 10:49 Bráðnun jökla hefur áhrif á líf fólks sem og efnahagslíf heimsins. Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira