Umdeildur prófessor varar við fjárhagshruni 2010 27. júlí 2009 14:22 Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar". Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar".
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira