Umdeildur prófessor varar við fjárhagshruni 2010 27. júlí 2009 14:22 Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar". Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar".
Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira