Umdeildur prófessor varar við fjárhagshruni 2010 27. júlí 2009 14:22 Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar". Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hinn umdeildi spænski hagfræðiprófessor Santiago Niño Becerra segir í nýútkominni bók sinni að fjármálakreppan komist fyrst í gang á næsta ári og að afleiðingarnar verði hrottalegar. Hann varar við algeru fjárhagshruni árið 2010. Bókin er orðin metsölubók á Spáni og hefur vakið athygli víða í heiminum fyrir þessa dómsdagspá sem í henni er að finna. Becerra segir að í fjárhagshruninu muni millistétt heimsins þurrkast út. Eftir standi fámennur hópur elítunnar eða hinna „innvígðu" og risastór hópur fátækra eða hinna „útskúfuðu". Í umfjöllun um bókina á börsen.dk segir að Becerra haldi því fram að í augnablikinu sé heimurinn staddur í „fyrirkreppu" sem standi frá 2007 og fram til 2010. Tímabil þar sem þróunin sveiflist upp og niður, þó mest niður. Þegar ríkisstjórnir heimsins verði uppiskroppa með fé og geti ekki lengur dælt peningum inn í hagkerfi sín hefjist hin raunverulega kreppa, eða kerfiskreppa, með fjárhagshruni í alþjóðahagkerfinu. „Jákvæð teikn núna má alfarið skrifa á það að ríkisstjórnir eru að dæla gífurlegum fjárhæðum út í hagkerfið. Þegar þær fjárhæðir eru uppurnar, þegar ekki er lengur möguleiki á að fjármagna skuldirnar föllum við í gryfjuna," segir Becerra. Hann segir síðan að í kjölfarið komi tvö ár með stöðnun í hagkerfi heimsins sem síðan fer smám saman að rétta úr kútnum en að það taki langan tíma. „Þetta verður hrottalegt og hræðilegt," segir Becerra. Sem fyrr segir er Becerra umdeildur fræðimaður. Sumir kalla hann „fíflið á hæðinni" en aðrir kalla hann „spámann kreppunnar".
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira