Umfjöllun: Akureyri marði þéttvaxið lið Gróttu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2009 22:28 Jón Karl Björnsson á ferðinni í kvöld. Mynd/Valli Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir. Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Akureyri nældi í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld er liðið marði Gróttu á Seltjarnarnesi með minnsta mun, 21-22. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en hart var barist og leikurinn spennandi allt til enda. Ofanritaður gagnrýndi lið HK hér á dögunum fyrir að mæta til leiks í lélegu formi. Í samanburði við nokkra leikmenn Gróttu eru þéttustu leikmenn HK eins og Magnús Bess. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir leikmanna Gróttu mæta til leiks. Þeir eru ekki bara þéttir heldur hreint og beint feitir. Gróttuliðið í ár er feitasta lið sem ég hef séð spila í efstu deild í handbolta frá upphafi. Þó svo ákveðnir leikmenn Gróttu líti ekki út fyrir að nenna að æfa þá nenna þeir svo sannarlega að berjast. Þeir börðust eins og grenjandi ljón í allt kvöld en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lengi vel voru þeir í góðri stöðu en klaufamistök á síðasta korteri leiksins kostaði þá sigurinn. Hörður Flóki Ólafsson datt þá í gang í marki Akureyrar og sá til þess að þeir náðu yfirhöndinni. Litlu munaði á liðunum lengstum en Grótta með forystuna. Akureyri komst yfir 16-17 en það var í fyrsta skiptið sem liðið komst yfir síðan í stöðunni 0-1. Mikil dramatík var á lokamínútum leiksins og benti margt til þess að leiknum myndi lykta með jafntefli. Gróttumenn voru þó ótrúlegir klaufar í síðustu sókn sinni og köstuðu frá sér boltanum áður en þeir komust í sókn. Akureyringar fögnuðu gríðarlega enda fyrsti sigur þeirra í vetur og það þó svo þeir hafi ekki leikið vel. Atli Rúnar átti stórleik í liði Gróttu og Gísli varði vel í markinu. Anton byrjaði vel en síðan fjaraði undan hans leik. Sökum lélegs forms leikmanna Gróttu varð Halldór þjálfari að skipta mikið. Miklar skiptingar breyttu litlu enda fáir að finna sig. Akureyringar geta þakkað Heimi Erni og Herði Flóka sigurinn. Heimir dró vagninn algjörlega í fyrri hálfleik þegar markvarslan var engin og Grótta að spila ágætlega. Flóki lokaði svo markinu um tíma í síðari hálfleik og það dugði til. Grótta-Akureyri 21-22 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 7 (7), Hjalti Þór Pálmason 5 (13), Anton Rúnarsson 3/1 (7/2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (5/1), Páll Þórólfsson 1 (2), Halldór Ingólfsson 1 (1), Arnar Freyr Theodórsson 1 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2).Varin skot: Gísli Guðmundsson 14/2 (36/4) 39%.Hraðaupphlaup: 3 (Páll, Finnur, Anton).Fiskuð víti: 3 (Atli 2, Anton).Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Akureyri (skot): Heimir Örn Árnason 7 (11), Jónatan Magnússon 4/2 (5/2), Heiðar Þór Aðalsteinsson 3 (5), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Oddur Grétarsson 2 (6/2), Árni Þór Sigtryggsson 2 (9), Hreinn Þór Hauksson 1 (2), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 10/1 (20/1) 50%, Hafþór Einarsson 3/1 (14/2) 21%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 2, Heiðar 2, Guðlaugur, Hreinn).Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Hörður 2).Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, þokkalegir.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira