Handbolti

Einar Andri: Töluðum um að gefa félaginu sigur í afmælisgjöf

Ómar Þorgeirsson skrifar
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH.
Einar Andri Einarsson, þjálfari FH. Mynd/Heiða

„Ég er virkilega ánægður og þetta var frábær frammistaða og umgjörðin í kringum leikin var til fyrirmyndar og ekki hægt að bregðast nánast fullum Krikanum í tilefni dagsins.

Við töluðum um það fyrir leikinn að gefa félaginu sigur í afmælisgjöf og það gekk sem betur fer eftir," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, í leikslok eftir 33-26 sigur liðs síns gegn Val á 80 ára afmælisdegi Fimleikafélags Hafnarfjarðar.

„Við hikstuðum aðeins eftir svona fimmtíu mínútur en þá vorum við komnir með góða forystu. Spilamennskan fram að því var frábær. Þetta var því mjög ánægjulegur sigur. Ég var ánægður með liðið í heild sinni og ég vissi að Pálmar myndi standa sig vel og það kom mér því ekki á óvart þegar hann gerði það," sagði ánægður Einar Andri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×