Íslenski boltinn

Tryggvi: Mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson.
FH-ingurinn Tryggvi Guðmundsson. Mynd/Arnþór

Tryggvi Guðmundsson lagði upp mörk færin fyrir félaga sína í 3-1 tapi FH í Keflavík en það var sama hvað boltinn datt fyrir FH-inga í teignum þeim tókst ekki nema einu sinni að koma honum framhjá Lasse Jörgensen í marki Keflavíkur.

„Þeir nýttu færin en við ekki. 3-1 gefur ekki rétta mynd af leiknum því þeir voru ekki það betri en við. Keflavík er með gott lið og sérstaklega hérna á heimavelli. Hérna eru þeir ótrúlega flottir og það verður ekki tekið af þeim," sagði Tryggvi eftir leik.

„Það var skelfilegt að fá á sig þetta annað mark. Við byrjum seinni hálfleikinn af bullandi krafti og fáum færi eftir færi en svo skora þeir annað markið gegn gangi leiksins. Það var fúlt," sagði Tryggvi.

„Ég á bullandi sök í þriðja markinu því ég missi boltann þegar þeir skora úr skyndisókn. Þeir eru mjög góðir í skyndisóknunum með Símun fremstan í flokki. Við héldum áfram og fengum aragrúa af færum en inn vildi boltinn ekki í dag," sagði Tryggvi.

FH þarf því enn á ný að sætta sig við vonbrigði í bikarnum. „Bikarinn klikkar alltaf en ef við lítum aðeins til baka þá erum við helvíti óheppnir með drátt í bikarnum því við virðumst aldrei fá heimaleik. Það hjálpar ekki til en maður á ekki að nota það sem afsökun því við eigum að vera með nógu sterkt lið til að vinna alla," sagði Tryggvi og hann var ekki tilbúinn að ræða mikið Íslandsmótið þar sem FH er í góðri stöðu.

„Ég ætla aðeins að hvíla mig og jafna mig eftir þennan leik og nenni bara ekki að tala um þetta blessaða Íslandsmót fyrr en að það kemur að því eftir helgi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×