Grindvíkingar unnu 3-1 sigur á Keflavík í Lengjubikarkeppni karla nú í kvöld og tryggðu sér um leið sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar.
Grindavík komst í 3-0 á fjögurra mínútna kafla um miðbik síðari hálfleiksins. Scott Ramsay, Gilles Ondo og Emil Daði Símonarson skoruðu mörk liðsins áður en Sigurbergur Elísson minnkaði muninn fyrir Keflavík á 83. mínútu.
Tveir leikmenn og einn forráðamanna Grindavíkur fengu að líta rauða spjaldið í leiknum. Leikmennirnir sem sáu rautt voru þeir Scott Ramsay og Ingvar Guðjónsson.
Keflavík er sem stendur í öðru sæti riðilsins en HK og Fram geta bæði náð liðinu að stigum með sigri í lokaleikjum sínum.