Tívólí skiptir út Carlsberg fyrir Royal Unibrew 9. nóvember 2009 09:57 Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og segir í frétt um málið á börsen.dk að í framtíðinni verði gestum í Tívólí boðið upp á Royal bjórtegundir, Pepsi, Faxe Kondi, Heineken, Nikoline og Egekilde. Um samning til fimm ára er að ræða. Lars Liebst forstjóri Tívolí segir að hann sé ánægður með þessi skipti. Samtímis verður Royal Unibrew kostunaraðili fyrir tónleikaröðina Fredagsrock en þar er um 20 tónleika að ræða á hverju ári og samtals sækja um hálf milljón gesta hana. "Tívolí er eitt sterkasta vörumerki Danmerkur og þetta er því samstarf sem við erum mjög stolt af," segir Hans Savonije forstjóri Norður-Evrópudeildar Royal Unibrew í samtali við börsen.dk. "Þetta gefur okkur einstakt tækifæri til að styrkja markaðsstöðu okkar á höfuðborgarsvæðinu." Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Unibrew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hluthafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega 20% hlut í þessum næststærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og segir í frétt um málið á börsen.dk að í framtíðinni verði gestum í Tívólí boðið upp á Royal bjórtegundir, Pepsi, Faxe Kondi, Heineken, Nikoline og Egekilde. Um samning til fimm ára er að ræða. Lars Liebst forstjóri Tívolí segir að hann sé ánægður með þessi skipti. Samtímis verður Royal Unibrew kostunaraðili fyrir tónleikaröðina Fredagsrock en þar er um 20 tónleika að ræða á hverju ári og samtals sækja um hálf milljón gesta hana. "Tívolí er eitt sterkasta vörumerki Danmerkur og þetta er því samstarf sem við erum mjög stolt af," segir Hans Savonije forstjóri Norður-Evrópudeildar Royal Unibrew í samtali við börsen.dk. "Þetta gefur okkur einstakt tækifæri til að styrkja markaðsstöðu okkar á höfuðborgarsvæðinu."
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira