Umfjöllun: Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:06 Akureyringar áttu hræðilegan seinni hálfleik og töpuðu að lokum með þremur mörkum. Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín. Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Það kann ekki góðri lukku að stýra í handbolta að skora fimm mörk á 25 mínútum. Það gerði Akureyri í seinni hálfleik gegn FH í gær og tapaði fyrir vikið verðskuldað, 27-30. Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH-ingar byrjuðu leikinn vel og gáfu tóninn með því að vörnin varði þrjú skot í fyrstu tveimur sóknunum. FH náði undirtökunum og Pálmar byrjaði vel í markinu. Akureyringar sýndu þó styrk sinn þegar þeir jöfnuðu og komust yfir, fyrst í 13-12. Oddur Grétarsson fór hamförum, skoraði átta mörk úr níu skotum og Akureyri hafði undirtökin. Á meðan voru FH-ingar í ruglinu lengi vel, létu reka sig útaf fyrir kjánalega hluti og meira að segja þjálfarinn kvartaði út eina brottvísun. Akureyri leiddi 18-16 í hálfleik. Akureyringar mættu svo hreinlega ekki til leiks í seinni hálfleik. Sóknarleikur þeirra var ævintýralega slakur og var pínlegt að horfa upp á sumar sóknirnar sem enduðu margar hverjar með hrikalegum skotum, beint á Pálmar eða ekki á rammann. Pálmar stóð sig vel, varði skylduboltana og flest annað reyndar líka. Hann var góður að finna menn í hraðaupphlaupum og FH skoraði 5-1 á fyrstu fimm mínútunum. Það lagði grunninn að sigrinum sem var eiginlega aldrei í hættu. FH lék ágætlega, vörnin vel og Pálmar sömuleiðis. Lokatölur 27-30. Bjarni Fritzson var fínn og sömuleiðis Ólafarnir Gústafsson og Guðmundsson. Þá var Benedikt Kristinsson öflugur í hraðaupphlaupunum. Oddur var flottur hjá Akureyri, aðallega í fyrri hálfleik, aðrir mun síðri. Þrír markahæstu mennirnir eru allir kornungir sem segir sitt um lykilmenn Akureyrar. Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason fundu sig hvorugir og leikmenn liðsins virtust ráðþrota á tímabili. FH er þar með enn á toppnum með fimm stig eftir þrjá leiki en Akureyri er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. Akureyri-FH 27-30 (18-16) Mörk Akureyri (skot): Oddur Grétarsson 10/4 (12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3 (12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3), Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson 1 (5).Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%, Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).Utan vallar: 10 mín.Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2), Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5 (13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%, Daníel Andrésson 2 (6) 33%Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigurgeir, Örn).Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).Utan vallar: 14 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira