Handbolti

Sverre kom af spítalanum í leikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre var með Fannar Friðgeirsson í vasanum í kvöld.
Sverre var með Fannar Friðgeirsson í vasanum í kvöld.

Landsliðskappanum Sverre Jakobssyni var létt í leikslok. Hann var með ellefu mánaða gamalt barn sitt á spítala skömmu fyrir leik og kom af spítalanum beint í leikinn.

„Það er sem betur fer allt í lagi með barnið. Um leið og ég vissi að allt var í lagi gat ég farið að hugsa um leikinn en það tók smá tíma að hreinsa hugann," sagði Sverre brosmildur sem fyrr en hann átti stórleik í HK-vörninni.

„Eini munurinn núna og síðast er að við höfðum meiri trú á okkur. Það skilaði okkur sigri. Vörnin var svo frábær og markvarslan geðveik. Það er alveg lífsnauðsynlegt í svona úrslitakeppni," sagði Sverre.

HK hefur gengið vel með Valí Digranesi í vetur en hefur líkt og öðrum liðum ekki tekist að sigra í Vodafonehöllinni.

„Það þarf lítið kraftaverk virðist vera en ég ásamt fleiri HK-mönnum trúi á kraftaverk. Við munum selja okkur dýrt þar," sagði Sverre sem vildi sérstaklega hrósa dómaraparinu fyrir góða frammistöðu en þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson áttu stjörnuleik með flautuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×