Umfjöllun: Framarar í bikarúrslitin eftir 1-0 sigur á KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2009 15:00 Hjálmar Þórarinsson hefði getað komið Fram yfir í fyrri hálfleik. Mynd/Pjetur Framarar eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum í dag. Það var varamaðurinn Joseph Tillen sem tryggði Fram sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Þetta var fjórtándi sigur Framara í röð í undanúrslitaleik í bikarnum en Safamýrarliðið tapaði síðast í undanúrslitaleik bikarsins árið 1971. Fram hefur aftur á móti ekki orðið bikarmeistari í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu KR 3-1 í bikarúrslitaleiknum 1989. KR-ingar náðu ekki að sýna sinn besta leik á Laugardalsvellinum í dag en þeir voru búnir að vera á mikilli siglingu í deildinni og það bjuggust flestir við því að bikarmeistararnir kæmust í úrslitaleikinn. Framliðið er hinsvegar sýnd veiði en ekki gefin og sönnuðu það enn einu sinni í Laugardalnum í dag. Framarar sýndu mikla þolinmæði í þessum leik, þeir lágu aftarlega, gáfu fá færi á sér og beittu síðan hættulegum skyndisóknum. Þegar upp var staðið voru það Framarar sem áttu hættulegustu færi leiksins þrátt fyrir að vera miklu minna með boltann allan leikinn. KR-liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hafði öll völd á vellinum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þorvaldi Örlygssyni, þjálfari Fram, fór þá að hætta lítast á blikuna og kom að hliðarlínunni og kallaði skipanir til sinna manna. Þessi ráð þjálfarans virkuðu vel því Framliðið komst eftir þetta meira inn í leikinn. KR-liðið var samt miklu meira með boltann en tókst ekki oft að opna Framvörnina. Þegar KR-ingar komust inn á hættusvæðið voru skotin oftast slök ef þau þá komu yfir höfuð. Óskar Örn Hauksson reyndi mikið í upphafi leiks en annars hafa sóknarmenn KR-liðsins oft átt miklu betri dag. Sigurmark Joseph Tillen kom eftir skyndisókn þar sem Jón Guðni Fjóluson vann boltann á miðjunni og átti frábæra sendingu inn fyrir hægri bakvörð KR-inga og inn á Tillen sem afgreiddi boltann glæsilega í markið. Þetta var ekki fyrsta skyndisókn Framara í leiknum sem skapaði mikla hættu. Markið kom á 78. mínútu leiksins og í kjölfarið jókst KR-pressan nokkuð. Logi Ólafsson, þjálfari KR, beið með að skipta Guðmundi Benediktssyni inn á þar til að Framarar voru komnir yfir. Guðmundur var fljótur að leggja upp þrjú færi fyrir félaga sína en eins og áður í leiknum þá vantaði allt bit í sóknarmenn liðsins þegar þeir voru komnir í ákjósanleg skotfæri. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok enda mikil vinnusigur sterkrar liðsheildar að baki. Framörum tókst frábærlega að loka á eitt heitasta liðið í íslenskum fótbolta í dag. KR-liðið fann engin svör og fyrir vikið mun enginn bikar fara í Vesturbænum þetta sumarið. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og hér má lesa lýsingu leiksins: Fram - KRFram-KR 1-0 1-0 Joseph Tillen (78.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1946 Dómari: Þorvaldur Árnason (8) Skot (á mark): 6-20 (3-4) Varin skot: Hannes 4 - Andre 2. Horn: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 11-7 Rangstöður: 0-1 Fram (4-1-3-2): Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Ingvar Þór Ólason Heiðar Geir Júlíusson (62., Joseph Tillen) Jón Guðni Fjóluson Halldór Hermann Jónsson Hjálmar Þórarinsson (87., Paul McShane ) Almarr Ormarsson KR (4-3-3): Andre Hansen Ásgeir Örn Ólafsson Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Guðmundur Reynir Gunnarsson Bjarni Guðjónsson Baldur Sigurðsson Atli Jóhannsson Gunnar Örn Jónsson (80., Guðmundur Benediktsson) Björgólfur Takefusa óskar Örn Hauksson Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Framarar eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum í dag. Það var varamaðurinn Joseph Tillen sem tryggði Fram sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Þetta var fjórtándi sigur Framara í röð í undanúrslitaleik í bikarnum en Safamýrarliðið tapaði síðast í undanúrslitaleik bikarsins árið 1971. Fram hefur aftur á móti ekki orðið bikarmeistari í tuttugu ár eða síðan að þeir unnu KR 3-1 í bikarúrslitaleiknum 1989. KR-ingar náðu ekki að sýna sinn besta leik á Laugardalsvellinum í dag en þeir voru búnir að vera á mikilli siglingu í deildinni og það bjuggust flestir við því að bikarmeistararnir kæmust í úrslitaleikinn. Framliðið er hinsvegar sýnd veiði en ekki gefin og sönnuðu það enn einu sinni í Laugardalnum í dag. Framarar sýndu mikla þolinmæði í þessum leik, þeir lágu aftarlega, gáfu fá færi á sér og beittu síðan hættulegum skyndisóknum. Þegar upp var staðið voru það Framarar sem áttu hættulegustu færi leiksins þrátt fyrir að vera miklu minna með boltann allan leikinn. KR-liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og hafði öll völd á vellinum fyrstu tuttugu mínúturnar. Þorvaldi Örlygssyni, þjálfari Fram, fór þá að hætta lítast á blikuna og kom að hliðarlínunni og kallaði skipanir til sinna manna. Þessi ráð þjálfarans virkuðu vel því Framliðið komst eftir þetta meira inn í leikinn. KR-liðið var samt miklu meira með boltann en tókst ekki oft að opna Framvörnina. Þegar KR-ingar komust inn á hættusvæðið voru skotin oftast slök ef þau þá komu yfir höfuð. Óskar Örn Hauksson reyndi mikið í upphafi leiks en annars hafa sóknarmenn KR-liðsins oft átt miklu betri dag. Sigurmark Joseph Tillen kom eftir skyndisókn þar sem Jón Guðni Fjóluson vann boltann á miðjunni og átti frábæra sendingu inn fyrir hægri bakvörð KR-inga og inn á Tillen sem afgreiddi boltann glæsilega í markið. Þetta var ekki fyrsta skyndisókn Framara í leiknum sem skapaði mikla hættu. Markið kom á 78. mínútu leiksins og í kjölfarið jókst KR-pressan nokkuð. Logi Ólafsson, þjálfari KR, beið með að skipta Guðmundi Benediktssyni inn á þar til að Framarar voru komnir yfir. Guðmundur var fljótur að leggja upp þrjú færi fyrir félaga sína en eins og áður í leiknum þá vantaði allt bit í sóknarmenn liðsins þegar þeir voru komnir í ákjósanleg skotfæri. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok enda mikil vinnusigur sterkrar liðsheildar að baki. Framörum tókst frábærlega að loka á eitt heitasta liðið í íslenskum fótbolta í dag. KR-liðið fann engin svör og fyrir vikið mun enginn bikar fara í Vesturbænum þetta sumarið. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni og hér má lesa lýsingu leiksins: Fram - KRFram-KR 1-0 1-0 Joseph Tillen (78.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 1946 Dómari: Þorvaldur Árnason (8) Skot (á mark): 6-20 (3-4) Varin skot: Hannes 4 - Andre 2. Horn: 2-6 Aukaspyrnur fengnar: 11-7 Rangstöður: 0-1 Fram (4-1-3-2): Hannes Þór Halldórsson Daði Guðmundsson Auðun Helgason Kristján Hauksson Sam Tillen Ingvar Þór Ólason Heiðar Geir Júlíusson (62., Joseph Tillen) Jón Guðni Fjóluson Halldór Hermann Jónsson Hjálmar Þórarinsson (87., Paul McShane ) Almarr Ormarsson KR (4-3-3): Andre Hansen Ásgeir Örn Ólafsson Grétar Sigfinnur Sigurðarson Mark Rutgers Guðmundur Reynir Gunnarsson Bjarni Guðjónsson Baldur Sigurðsson Atli Jóhannsson Gunnar Örn Jónsson (80., Guðmundur Benediktsson) Björgólfur Takefusa óskar Örn Hauksson
Íslenski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira