Handbolti

Góður sigur FH á Akureyri

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafur Guðmundsson, FH-ingur.
Ólafur Guðmundsson, FH-ingur. Fréttablaðið/Stefán
FH-ingar unnu góðan sigur á Akureyri í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri leiddu 18-16 í hálfleik en FH vann 30-27.

Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. FH var betri fremst af í fyrri hálfleik áður en markvarslan þeirra datt niður og Akureyringar gengu á lagið. Þeir komust yfir og leiddu 18-16 í hálfleik.

Þeir byrjuðu einfaldlega ekki seinni hálfleikinn og FH-ingar hreinlega völtuðu yfir þá. Þeir skoruðu fimm mörk gegn einu og tóku leikinn í sínar hendur.

Akureyringar náðu aldrei að komast aftur inn í leikinn og lokatölur 27-30 fyrir FH.

Nánari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×