Eigendur Porche SE fyrirtækið munu gefa út viljayfirlýsingu á fimmtudaginn þess efnis að Volkswagen kaupi sportbílaframleiðslu þeirra á 8 milljarða evra, eftir því sem Der Spiegel greindi frá í gær. Kaupverðið jafngildir 1440 milljörðum íslenskra króna. Porche verksmiðjurnar eru núna í eigu tveggja fjölskyldna, Porsche fjölskyldunnar og Piech fjölskyldunnar, sem ráða samtals yfir 100% hlut í fyrirtækinu.
Kaupin fara fram í tvennu lagi. Fyrst eignast Volkswagen 49,9% hlut í Porsche AG og síðar verður seinni helmingurinn af fyrirtækinu seldur. Wolsvagen verksmiðjurnar verða mun stærri fyrir vikið og munu framleiða alls 10 vörumerki.
VW kaupir Porche
