Frístundahús í Danmörku hækka í verði Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. júlí 2009 10:22 Sumarhús í Danmörku halda verði sínu þrátt fyrir lægð í efnahagslífinu. Mikill munur er á verðþróun íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis í Danmörku ef marka má frétt Business.dk. Á síðasta ársfjórðungi hefur verð á sumarhúsum haldist óbreytt en það hefur fallið um fjögur prósent á síðasta ári. Á sama tímabili hefur sérbýli og lúxushúsnæði fallið í verði um 13% og íbúðarhúsnæði hefur fallið um 9%. Það er þó mikill mismunur á verðþróun frístundahúsa frá svæði til svæðis. Mest hefur verðið fallið á sumarhúsum á Austur-Sjálandi eða á Kaupmannahafnarsvæðinu, eða um 12% á síðasta ári. Aftur á móti hefur verðið hækkað lítillega á öðrum stöðum. „Tölurnar sýna að verð á frístundahúsnæði hefur lækkað undanfarið ár. En ef við lítum á síðustu þrjá mánuði er verðið eiginlega óbreytt. Í raun höfum við séð fram á verðhækkun á einstökum svæðum, meðal annars hefur verð hækkað á Norður-Sjálandi, í Kaupmannahöfn og í Bornholm," segir Birgit Daetz, upplýsingafulltrúi hjá Boligsiden.dk. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mikill munur er á verðþróun íbúðarhúsnæðis og frístundahúsnæðis í Danmörku ef marka má frétt Business.dk. Á síðasta ársfjórðungi hefur verð á sumarhúsum haldist óbreytt en það hefur fallið um fjögur prósent á síðasta ári. Á sama tímabili hefur sérbýli og lúxushúsnæði fallið í verði um 13% og íbúðarhúsnæði hefur fallið um 9%. Það er þó mikill mismunur á verðþróun frístundahúsa frá svæði til svæðis. Mest hefur verðið fallið á sumarhúsum á Austur-Sjálandi eða á Kaupmannahafnarsvæðinu, eða um 12% á síðasta ári. Aftur á móti hefur verðið hækkað lítillega á öðrum stöðum. „Tölurnar sýna að verð á frístundahúsnæði hefur lækkað undanfarið ár. En ef við lítum á síðustu þrjá mánuði er verðið eiginlega óbreytt. Í raun höfum við séð fram á verðhækkun á einstökum svæðum, meðal annars hefur verð hækkað á Norður-Sjálandi, í Kaupmannahöfn og í Bornholm," segir Birgit Daetz, upplýsingafulltrúi hjá Boligsiden.dk.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira