Íslenski boltinn

Auðun í viðtali á ksi.is: Settum pressu á okkur sjálfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Auðun Helgason, fyrirliði Fram í bikarúrslitaleiknum í dag.
Auðun Helgason, fyrirliði Fram í bikarúrslitaleiknum í dag. Mynd/Arnþór

Auðun Helgason, fyrirliði Fram, er í viðtali á ksi.is í dag vegna bikarúrslitaleiknum á móti Breiðabliki á Laugardalsvellinum í dag. Leikurinn hefst klukkan 14.00 en þar reyna Framarar að vinna fyrsta bikarmeistaratitil félagsins í tuttugu ár og fyrsta stóra titil sinn síðan 1990.

"Maður vill alltaf hafa pressu að það náist árangur. Við settum pressu á okkur sjálfa líka að fylgja eftir frábærum árangri í fyrra og við erum að gera það. Ef við lyftum þessari dollu, þá er þetta búið að vera frábært tímabil og við getum haldið áfram að byggja ofan á það," segir Auðun meðal annars í viðtalinu.

"En stóra skrefið er samt eftir, það er að klára úrslitaleikinn og hungrið og metnaðurinn er til staðar," segir Auðun seinna í viðtalinu en það finna allt hér. Hann endar viðtalið á því að gefa upp helsta styrkleika Framliðsins: "Það er þéttur varnarleikur," sagði Auðun.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×