Körfubolti

Jón Arnór með 8 stig á 13 mínútum í sigri - svipmyndir frá leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Daníel

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada unnu 88-76 sigur á Lagun Aro í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og enduðu þar með þriggja leikja taphrinu sína. Þetta var fyrsti sigurinn og annar leikurinn síðan að Jón Arnór snéri til baka úr meiðslunum.

Jón Arnór spilaði í rétt tæpar þrettán mínútur í leiknum og skoraði alls átta stig á þeim, auk þess að stela einum bolta og fiska eina villu.

Jón Arnór fékk ekki að spreyta sig fyrr en 4 mínútur og 35 sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta en hjálpaði þá til við að koma liðinu á 16-10 sprett fram að hálfleik sem kom Granada 50-45 yfir í leikhléi.

Granada-liðið byrjaði leikinn skelfilega, Lagun Aro skoraði 10 fyrstu stigin, komst 25-9 yfir og var 28-14 yfir eftir fyrsta leikhluta. Granada náði hinsvegar að vinna sig inn í leikinn fyrir hálfleik og landaði síðan langþráðum sigri í seinni hálfleik.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×