Handbolti

Aron: Eigum ýmislegt inni

Elvar Geir Magnússon skrifar

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að liðið hafi ekki verið að spila nægilega vel í dag þegar það gerði 26-26 jafntefli í fyrri leiknum sínum gegn PLER.

„Það vantaði grimmd í okkur og við vorum að gera of mörg mistök, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta ungverska liðið inniheldur klóka leikmenn og góða markverði. Ég vona að mínir menn sýni meiri ákveðni á morgun. Jafnt í dag og úrslitaleikur á morgun," sagði Aron.

„Við vorum ekki að hreyfa okkur nægilega vel og lesa leikinn nægilega vel. Í seinni hálfleik lokuðum við meira á ellefuna hjá þeim (Peter Lendvay) sem er þeirra besti leikmaður. Það riðlaði aðeins sóknarleiknum hjá þeim."

„Mér finnst við eiga ýmislegt inni og vonandi lögum við það fyrir morgundaginn. Ég vona að fólk fjölmenni á Ásvelli og hjálpi okkur að komast áfram," sagði Aron.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×