Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi 10. mars 2009 10:59 Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG. Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG.
Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira