Grátandi Norðmenn vegna gjaldþrots Glitnir Privatökonomi 10. mars 2009 10:59 Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Arne V. Njöten bústjóri í þrotabúi Glitnir Privatökonomi segir að margir fyrrverandi viðskiptavinir þessa fyrrum dótturfélags Glitnis séu grátandi í símanum til hans. Þeir hafa áhyggjur af því að missa hýbýli sín vegna fjárhagsráðgjafar félagsins áður en það varð gjaldþrota. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni e24.no segir að gjaldþrotið komi til kasta skiptaréttarins í Björgvin á næstunni og það sé ekki mikið sem Njöten hafi milli handanna til að leggja fram þar. Raunar hefur Glitnir Privatökonomi skipt um nafn frá því í fyrra og heitir nú Kapitalhuset. Félagið komst í kastljós fjölmiðla í apríl í fyrra er norska fjármálaeftirlitið stöðvaði starfsemi þess vegna alvarlegra brota á norsku verðbréfalöggjöfinni. Glitnir Privatökonomi annaðist fjárfestingaráðgjöf fyrir almenning en í starfsemi sinni hélt fyrirtækið að viðskiptavinum sínum sölu á eigin fjármálaafurðum í stað þess að mæla með þeim afurðum sem kæmu viðskiptavinum þess sem best. Norska fjármálaráðuneytið taldi því að Glitnir Privatökonomi hefði á alvarlegan og kerfisbundinn hátt brotið gegn kröfum í lögum um verðbréfaviðskipti um góða viðskiptahætti og svipti því félagið starfsleyfi sínu. Félagið hafði átta útibú í Noregi þegar það var svipt starfsleyfinu. Í október s.l. var reynt að bjarga rekstrinum með því að fjórir af starfsmönnum félagsins keyptu það af Glitni og breyttu nafni þess i Kapitalhuset. Það gekk ekki og fór félagið í gjaldþrotaskipti. Njöten segir að hann hafi fengið símtöl frá um 60 venjulegum Norðmönnum sem töpuðu sparifé sínu á ráðgjöf félagsins. Margir þeirra lögðu fram veð í íbúðum/húsum sínum til að kaupa fjármálaafurðir þær sem félagið mælti með og óttast nú að missa þessar eigur sínar. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fæst upp í kröfurnar í þrotabúið. Áður en félagið skipti um nafn námu kröfurnar um 10 milljónum norskra kr. „Við fáum mikið af símtölum þar sem viðskiptavinir telja að þeir eigi skaðabótakröfu á hendur félaginu vegna ráðgjafar þess," segir Njöten. Hann nefnir þó að einhverjar af kröfunum séu tryggðar hjá bandaríska tryggingarrisanum AIG.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira