Vita hvað þarf til að landa titlum Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 28. apríl 2009 22:07 Atli Hilmarsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Sjá meira
Atli Hilmarsson þjálfari Stjörnunnar var að vonum ánægður eftir frábæran sigur á Fram, 38-31, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni N1 deildar kvenna. „Frábær sóknarleikur! Það hefur verið hikst á honum í vetur en við skoruðum flott mörk í dag og það var gaman að sjá hvernig liðið blómstraði. Við fengum mörg mörk á okkur en við vorum einbeittar í kvöld. Þetta lið er tilbúið til að vinna titla og veit hvað þarf til að vinna titla. Þær voru tilbúnar í þetta fyrsta skref," sagði Atli eftir leik. „Ég er mjög ánægður með hugarfarið. Það var hættulegt að fara með sex mörk inn hálfleik og við vissum af því að þær unnu upp svipað forskot í einvíginu gegn Haukum. Við vorum klárar á því að fyrstu 10 mínúturnar gætu ráðið úrslitum og þá fórum við sjö mörk yfir. Það gerði útslagið." Stjarnan lék án markvarðar síns, Florentinu Stanciu, sem tók út leikbann og var Atli mjög ánægður hvernig stelpurnar tóku við hennar hlutverki í leiknum. „Það er ekki bara að Florentina sé frábær markvörður. Hún er mikil peppari, frábær liðsmaður og fær áhorfendur í lið með sér. Það var mjög mikilvægt að allar hinar í liðinu myndu taka við hlutverki hennar, ekki bara Sólveig í markinu. Það verður gaman að fá hana aftur inn á föstudaginn og nú veit ég að ég get treyst Sólveigu betur en ég hef kannski gert," sagði Atli með bros á vör. Aðeins fjórir leikmenn Stjörnunnar áttu skot á markið í fyrri hálfleik en Atli segist ekki óttast að lítil breidd komi niður á liðinu er líður á úrslitaeinvígið. „Ég hef verið harðlega gagnrýndur fyrir að skipta lítið en þær eru í fínu standi og engin meidd. Þær hafa líka gaman að þessu en ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að skipta meira en eins og staðan er núna þá spilast þetta vel fyrir okkur en auðvitað er þetta brothætt," sagði Atli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Sjá meira