Badoer fær annað tækifæri með Ferrari 24. ágúst 2009 11:04 Það var mikið álag á Luca Badoer eftir að hann lenti á brautinni Í Valencia. Luca Badoer frá Ítalíu keppir á ný með Ferrari á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. Hann varð í síðasta sæti í Valencia á sunnudag. Þá hefur Ferrari stjórinn Stefano Domenciali gefið það út að engin von sé til þess að Michael Schumacher geti ekið í ár. Schumacher ræktar líkamann af kappi þessa dagana og það sögum byr undir báða vængi að hann gæti keppt síðar á árinu. "Ég vissi alltaf að það yrði erfitt að keppa á Valencia brautinni sem var ný fyrir mér á nýjum bíl. Ég tel að ég muni standa mun betur að vígi á Spa brautinni", sagði Badoer. Mótið í Valencia var sannkölluð eldskírn, hann komst úr 20 sæti á ráslínu á það 14 í fyrsta hring, en þá var keyrt aftan á hann. Aksturstímar hans voru upp og ofan og hann var 2 sekúndum á eftir besta tíma Timo Glock í einstökum hring. Mótið á Spa þykir alltaf spennandi og brautin er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum.Sjá brautarlýsingu á Spa Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Luca Badoer frá Ítalíu keppir á ný með Ferrari á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. Hann varð í síðasta sæti í Valencia á sunnudag. Þá hefur Ferrari stjórinn Stefano Domenciali gefið það út að engin von sé til þess að Michael Schumacher geti ekið í ár. Schumacher ræktar líkamann af kappi þessa dagana og það sögum byr undir báða vængi að hann gæti keppt síðar á árinu. "Ég vissi alltaf að það yrði erfitt að keppa á Valencia brautinni sem var ný fyrir mér á nýjum bíl. Ég tel að ég muni standa mun betur að vígi á Spa brautinni", sagði Badoer. Mótið í Valencia var sannkölluð eldskírn, hann komst úr 20 sæti á ráslínu á það 14 í fyrsta hring, en þá var keyrt aftan á hann. Aksturstímar hans voru upp og ofan og hann var 2 sekúndum á eftir besta tíma Timo Glock í einstökum hring. Mótið á Spa þykir alltaf spennandi og brautin er í uppáhaldi hjá flestum ökumönnum.Sjá brautarlýsingu á Spa
Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Leik lokið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira