Kaupþing kyrrsetur einkaþotu stjórnarformanns Tottenham 19. júlí 2009 09:10 Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira