Íslenski boltinn

Ólafur Jóhannesson búinn að skrifa undir nýjan samning

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla. Mynd/Stefán
Ólafur Jóhannesson verður áfram karlalandsliðsþjálfari í knattspyrnu en hann skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í dag. Ólafur tók við landsliðinu af Eyjólfi Sverrissyni í lok október 2007 eftir að hafa unnið fjóra stóra titla með FH frá 2004 til 2007. Hann mun stjórna landsliðinu út undankeppni EM 2012.

„Knattspyrnusambandið fagnar þessum nýja samningi við Ólaf og væntir mikils af hans störfum," segir á heimasíðu KSÍ og þar er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn Ólafs verði þeir sömu, Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfari og Bjarni Sigurðsson, markvarðaþjálfari.

Ísland hefur unnið sjö af 21 landsleik sínum undir stjórn Ólafs en hann hefur þó aðeins náð að stjórna liðinu til sigurs í einum af níu leikjum í undankeppni HM og EM.

Ísland á eftir að spila tvo vináttulandsleiki á þessu ári, tekur á móti Suður Afríku á Laugardalsvelli þann 13. október næstkomandi og leikur á móti Lúxemborg ytra þann 14. nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×